föstudagur, október 29, 2004

Tilraun

...til að halda mér vakandi.
Oj hvað ég er þreytt. Klukkan er 5 og 6 tímar eftir af vaktinni. Þetta er allt of gott insúlín sem við erum að testa því það er ennþá að virka sem þýðir bara að ég þarf að taka fleirri prufur. Gott fyrir NovoNordisk, ekki svo gott fyrir mig. Yfirmaðurinn minn sagði að þetta insúlín næði á lokastigið núna og því líklegt að það fari á markað í náinni framtíð... þeir eru voða ánægðir með það. Gaman að vita að maður er ekki að þessu til einskins.
Ég fékk 4 tíma áðan til að sofa sem er óvenjulega lengi en auðvitað gerði ég lítið annað en að velta mér til skiptis á vinstri og hægri hliðina. Ég er svo kóngulóahrædd og var alltaf að ímynda mér að það væri ein að labba á mér. Ég sá nefnilega svo ógeðslega kónguló um daginn á sama stað og ég svaf.. hún var huge.. og loðin í þokkabót. Oj
Jæja ætla að halda áfram að lesa um bakteríuna Clostridium perfringens... en fyrst prufur...ciao

Engin ummæli: