fimmtudagur, júní 05, 2008

12 vikur og 2 dagar



Jújú sem þýðir að ef allt fer vel verður Sóldís stóra systir í kringum 16. des.

Fórum í sónar í morgun og allt leit vel út. Það eru búnar að vera nokkuð um blæðingar og svona og því verið í miklu eftirliti síðustu 6 vikur. En núna er það allt búið og við sáum flottan hjartslátt og mikil sprikl í dag.

Heilsan hjá mér er búin að vera glötuð. Síþreytt, sígrenjandi og einstaka ælur inn á milli. Hefur ekki hjálpað að það sé búið að vera mikið álag í skólanum og þegar ég kem heim á daginn hefur kvótinn verið búinn.

En vonandi fer þetta bara batnandi. Nú erum við komin yfir fyrsta hjallan í þessu ferli og erum bjartsýnin uppmáluð :o)

19 ummæli:

  1. Innilega til hamingju, vonandi gengur allt vel, sendi ykkur góða meðgöngustrauma.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:56 f.h.

    Innilega til hamingju, er búin að kíkja reglulega hér inn og bíða eftir svona fréttum.... gangi ykkur rosalega vel í framhaldinu!

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:40 f.h.

    Til hamingju elskurnar ekkert smá spennandi!!!!!!
    Kv lok 142

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:39 e.h.

    ó mæ!

    Innilega til hamingju:)

    Kv. Ösp

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus5:29 e.h.

    Til hamingju með bumbubúan, Sóldís María verður flott stóra systir.

    Kveðja
    Adam, María og fjölsk.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus6:12 e.h.

    Innilega til hamingju elsku tvö!!!
    Fylgist spennt með! Knús og kossar,
    StínaUSA

    SvaraEyða
  7. Innilega til hamingju með kúlubúann elsku Vigdís :0)

    SvaraEyða
  8. Innilega til hamingju! Æðislegar fréttir!:)
    16.des er góður dagur, afmælisdagurinn hennar Kristinu:)

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus11:31 e.h.

    Jeii, til hamingju með þetta :) Þetta eru frábærar fréttir. Heilsan hjá þér hlýtur nú að fara batnandi næstu vikur. Skilaði kveðju í kotið frá okkur :)

    Kveðja, Berglind, Doddi og Jónína Margrét

    SvaraEyða
  10. EN FRÁBÆRT!! Það er yndislegt að eignast barn á jólunum, 25. des er t.d. góður dagur :D

    Innilega til hamingju með kúluna elsku Vigdís, Eiki og litla Maríuhæna.

    P.s. Nú er komin góð ástæða til að kíkja í heimsókn til DK snemma næsta árs!

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus6:52 e.h.

    En æðislegar fréttir!! Til hamingju!!!

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus11:13 e.h.

    Jemin.
    Til hamingju elskurnar.
    Frábært Frábært Frábært!!!

    En??

    Afhverju var ekki búið
    að segja mér þetta.

    Ég var að leggja á mömmu
    þína - eftir næstum 30 mín
    samtali og hún sagði EKKI ORÐ.

    Mizz you - Knúz

    Fríða

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus5:53 e.h.

    Æðislegt og Innilega til hamingju þetta voru skemmtilega fréttir ;-) Gangi ykkur vel með allt saman sem framundan er.
    Kveðja Íris Þorsteins

    SvaraEyða
  14. Nafnlaus4:04 e.h.

    Sæl Vigdís og Eiríkur
    Fann síðuna þína rétt í þessu og sá fréttirnar.
    Innilega til hamingju með bumbukrílið.
    Soldið skondið vissi ekki einu sinni af frumburðinum :S
    Þannig að til hamingju með hana líka og brúðkaupið.

    kveðja frá Breiðholti
    Hafdís, Skúli og
    Eiríkur yngri :)

    SvaraEyða
  15. Nafnlaus2:32 e.h.

    Mig dreymdi að ég hitti þig, og þú sagðir mér hvaða kyn barnið væri og hvað nafnið yrði! :)

    SvaraEyða
  16. Nafnlaus12:23 f.h.

    Vá geggjað. Innilega til hamingju. Það verður gaman að fá að sjá litla krílið í desember. Desember er flottur mánuður, hehe. Hringi í ykkur fljótlega. Kv. Tati.

    SvaraEyða
  17. Til hamingju - algert æði
    Steinunn & karlarnir á Hörpugötunni

    SvaraEyða
  18. Til Lukku, stórkostlegt
    -slj

    SvaraEyða
  19. Nafnlaus11:16 f.h.

    Independent [url=http://www.invoiceforyou.com]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget professional invoices in bat of an eye while tracking your customers.

    SvaraEyða